Með samviskubit yfir auðæfum foreldra sinna

Gigi Hadid á frumsýningu Oceans 8.
Gigi Hadid á frumsýningu Oceans 8. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Gigi Hadid greindi frá því í viðtali við ástralska Vouge í vor að hún hafi fundið fyrir samviskubiti yfir að hafa fæðst inn í ríka fjölskyldu. Samviskubitið hvatti hana áfram til að vinna fyrir sínum eigin auðæfum. Hadid er fædd árið 1995 og hefur verið á forsíðum mest lesnu tímaritum heims. Hún var andlit Maybelline og hefur hannað snyrtivörulínu undir þeirra merkjum. 

Móðir Gigi, Yolanda Hadid, er ættuð frá Hollandi og kom til Bandaríkjanna til að vinna sem fyrirsæta. Yolanda lagði hart að sér og sendi peninga heim til fjölskyldunnar sinnar í Hollandi. Yolanda er núna þekkt fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of Beverly Hills. Faðir hennar, Mohamed Hadid vinnur við byggingarframkvæmdir og stjúpfaðir hennar, David Foster framleiðir tónlist. Yngri systkini Gigi, Bella og Anwar eru einnig fyrirsætur. 

Hadid sagði í viðtalinu að hún hafi alltaf haft drifkraft til að leggja hart að sér og vinna fyrir sínu. Þó hún komi af auðugri ætt vill hún ekki að aðrar fyrirsætur haldi að hún líti niður á þær. Margar af þeim fyrirsætum sem Hadid hefur unnið með eiga svipaða sögu að segja og móðir hennar. Þær hafa komið til Bandaríkjanna til að vinna og senda peninga heim. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes