Braut 10.000 niðurhala múrinn

Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskólann í Birmingham.
Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskólann í Birmingham. Ljósmynd/Aðsend

Grein Kristjáns Kristjánssonar, prófessors í heimspeki við Háskólann í Birmingham, varð á dögunum fyrsta greinin sem birst hefur í tímaritinu „British Journal of Educational Studies“ til þess að vera sótt af netinu oftar en 10.000 sinnum.

Greinin fjallar um mannkostamenntun sem gengur út á að mannkostir geti oft skipt meira máli en greindarvísitala þegar kemur að farsæld í lífi og starfi. Kristján og starfsfélagar hans í Birmingham hafa mikið rannsakað hvernig hægt sé að efla mannkosti og mjúka þætti hjá nemendum á ýmsum stigum menntakerfisins.

Kristján er aðstoðatforstjóri Miðstöðvar mannkosta og dyggða í Birmingham-háskóla en rannsóknir stofnunarinnar og kennsluefni hafa alla jafna vakið mikla athygli og umræður í Bretlandi. 

Kristján segist vera ánægður yfir því að fólk lesi greinina þar sem fræðigreinar fái oft dræma lesningu. Þó segist hann þó ekki halda að vinsældir greinarinnar tengist Heimsmeistaramótinu í Knattspyrnu og þeirri gríðarlegu athygli sem Íslendingar hafa fengið í kjölfar leiks íslenska karlalandsliðsins við lið Argentínu síðasta laugardag.

Grein Kristjáns má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren