Pitt og DiCaprio sjóðandi heitir

Brad Pitt og Leonardo DiCaprio munu leika í nýrri kvikmynd ...
Brad Pitt og Leonardo DiCaprio munu leika í nýrri kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino. samsett/AFP

Leikararnir Brad Pitt og Leonardo DiCaprio eru þvílíkt flottir á nýrri mynd sem DiCaprio birti á Instagram í gær. Myndin er af þeim tveimur í fyrstu búningunum í nýrri kvikmynd leikstjórans Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood.

Kvikmyndin mun snúast um morðin sem Manson-fjölskyldan framdi árið 1969. Pitt og DiCaprio fara með hlutverk leikara og áhættuleikara sem voru nágrannar Sharon Tate, sem Charles Manson og fylgjendur hans myrtu. Áætlað er að myndin komi út í ágúst 2019 og eru því tökur nýhafnar. Margot Robbie mun fara með hlutverk Sharon Tate en meðal þekktra leikara í myndinni eru Al Pacino, Dakota Fanning og Burt Reynolds.

Fötin sem Pitt og Dicaprio klæðast á myndinni sem DiCaprio birti eru því innblásin af tísku sjöunda áratugarins. 

First look. #OnceUponATimeInHollywood

A post shared by Leonardo DiCaprio (@leonardodicaprio) on Jun 27, 2018 at 6:00am PDT

mbl.is