Styður kærastann á HM með demantshring

Pamela Anderson fylgist vel með HM í Rússlandi.
Pamela Anderson fylgist vel með HM í Rússlandi. AFP

Pamela Anderson lætur ekki HM í knattspyrnu fram hjá sér fara en á þriðjudaginn var hún mætt í stúkuna til þess að fylgjast með franska landsliðinu en kærastinn hennar Adil Rami leikur með liðinu.

Daily Mail vill meina að Rami sé ekki bara kærasti Anderson heldur unnusti en Anderson sást skarta stórum demantshring frá Cartier á leik Frakklands og Belgíu. Er Rami sagður hafa gefið Anderson hringinn. 

Heimildamaður USA Today segir að stórir hlutir séu í vændum hjá parinu sem hafa verið saman í rúmt ár. Á hann þá mögulega við að Anderson sé á leið upp að altarinu í fjórða sinn. 

Adil Rami er númer 17 í franska landsliðinu.
Adil Rami er númer 17 í franska landsliðinu. AFP
mbl.is