Anderson sakaður um kynferðislegt ofbeldi

Anthony Anderson.
Anthony Anderson. AFP

Bandaríski leikarinn Anthony Anderson, sem fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Black-ish, hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi en atvikið átti sér stað fyrir ári. Lögreglan í Los Angeles staðfestir að Anthony Anderson liggi undir grun í sakamáli. Rannsókn standi yfir en ekki er gefið upp hvaða sakir er um að ræða. Aftur á móti greina bandarískir fjölmiðlar frá því að kona, sem annaðist veisluþjónustu fyrir hann hafi nýverið kært hann fyrir kynferðislegt ofbeldi.

Talsmaður leikarans segir ásakanir á hendur leikaranum tilhæfulausar. „Það sé afar slæmt að hver sem er geti lagt fram kæru hjá lögreglu hvort sem um lygi eða sannleik sé að ræða. Yfirvöld hafi ekki haft samband við Anthony né heldur nokkurn talsmann hans í tengslum við málið,“ segir talsmaður Anderson.

Vefurinn TheBlast.com segir að það hafi tekið konuna mánuði að ákveða hvort hún ætti að leggja fram kæru en að MeToo-byltingin hafi stuðlað að því að hún lét verða af því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes