Koma ekki aftur fram með blackface

Birgir Örn Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar The Hefners. „Ég hér með …
Birgir Örn Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar The Hefners. „Ég hér með bið alla sem við höfum sært með okkar framferði afsökunar um leið og ég fagna þessari umræðu sem skapast hefur,“ segir Birgir Örn í færslu sinni. Ljósmynd/Facebook/Birgir Örn Sævarsson

Söngvari hljómsveitarinnar The Hefners frá Húsavík segir það hafa verið ónærgætið af hljómsveitinni að koma fram með svonefnd „blackface“ á tónleikum á mærudögum um helgina. Hljómsveitin muni ekki koma aftur fram með dökkan farða.

Tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, vakti athygli á uppátækinu í færslu á Facebook um helgina, þar sem hann spurði hvort fólki fyndist þetta í lagi árið 2018.  

Hljómsveitin hafnaði upphaflega þessari gagnrýni og kvaðst með þessu vilja fagna hinni frá­bæru tónlist diskó­tím­ans og leggja allt í sína sýn­ingu, m.a. hvað varðar bún­inga og förðun.

Í færslu sem Birgir Sævarsson, söngvari hljómsveitarinnar, birti í gær segir hann hins vegar umræðu síðasta sólarhrings hafa verið upplýsandi og að hún hafi orðið til þess að hann hafi skipt um skoðun á notkun „blackface“, þ.e. að hljómsveitarmenn væru með hárkollur og máluðu andlit sín og hendur dökk.

Hatur og illska hafi verið þeim fjarri huga, heldur hafi þeir málað andlit sín svo þeim svipi til  hljómsveitarinnar Earth, wind and fire auk annarra sveita í þeim flokki tónlistar. „Við höfum því verið að heiðra þetta frábæra band ásamt öðrum í gegnum árin og þykir okkur miður að það minnir einhverja á ljóta sögu réttindabaráttu litaðs fólks,“ segir í færslu Birgis.

„Það sé hins vegar sín persónulega skoðun að þetta hafi verið ónærgætið af sinni hálfu og raunar ekki hugsað fyrr en ábendingum rigndi yfir hann. „Ég hef sem sagt breytt um skoðun, það er það fallega við skoðanir, maður getur breytt þeim. Ég hér með bið alla sem við höfum sært með okkar framferði afsökunar um leið og ég fagna þessari umræðu sem skapast hefur.“

Sjálfur telji hann að fólk, hann sjálfur þess á meðal, sé betur upplýst en áður um þessi málefni. „Það er aldrei of seint að sjá að sér og biðjast afsökunar. Eftir margar ábendingar er staðfest The Hefners munu ekki koma aftur fram með dökkan farða sem svipar til umræðunnar.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt allt virðist vera á rúi og stúi í kringum þig skaltu ekki láta það glepja þig heldur halda þínu striki. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt allt virðist vera á rúi og stúi í kringum þig skaltu ekki láta það glepja þig heldur halda þínu striki. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum.