Leikstjóri Vonarstrætis með nýja mynd

Baldvin Z er leikstjóri myndarinnar.
Baldvin Z er leikstjóri myndarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Baldvin Z, leikstjóri Vonarstrætis, er leikstjóri myndarinnar Lof mér að falla sem frumsýnd verður 7. september. Myndin fjallar um Magneu sem er 15 ára og kynnist stelpu, Stellu, sem er 18 ára. 

Magnea fellur fyrir Stellu og áttar sig ekki á því að sú síðarnefnda gæti verið að misnota hana. Stella kynnir Magneu fyrir heimi fíkniefnanna sem er harður húsbóndi. Neyslan og samskipti þeirra hafa alvarleg áhrif á þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt. 

Handrit bíómyndarinnar er skrifað af leikstjóranum Baldvin Z og Birgi Erni Steinarssyni eða Bigga í Maus eins og hann er oftast kallaður. Þetta er ekki þeirra fyrsta samstarf því saman gerðu þeir handritið að Vonarstræti sem fékk mikið lof þegar hún kom út. Myndin fékk 12 Edduverðlaun árið 2015 en um 48 þúsund manns sáu myndina í kvikmyndahúsum á Íslandi. 

Með aðalhlutverk í Lof mér að falla eru leikkonurnar Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir en leikarinn Þorsteinn Bachman fer einnig með stórt hlutverk. Í myndinni fara einnig með hlutverk Sturla Atlason, Edda Björgvinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Halldór Halldórsson.

Framleiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson en meðframleiðendur eru Markus Selin og Jukka Helle.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson