Tyrkir taka ekki þátt í Eurovision

Netta frá Ísrael vann í Eurovision í ár með laginu …
Netta frá Ísrael vann í Eurovision í ár með laginu Toy. AFP

Tyrkir verða ekki með í Eurovision á næsta ári frekar en síðustu ár. Tyrkir tóku síðast þátt í keppninni árið 2012 en tilkynntu ári síðar að þeir yrðu ekki með næst og var ástæðan sögð „óánægja með reglur keppninnar“.

Tyrkneska ríkissjónvarpið hefur nú staðfest að það sendi ekki lag til þátttöku í Jerúsalem að ári. Ibrahim Eren sjónvarpsstjóri nefnir dragdrottninguna Conchitu Wurst, sem vann keppnina árið 2014, sérstaklega sem ástæðu fjarverunnar nú. „Sem opinber sjónvarpsstöð getum við ekki sýnt klukkan níu á kvöldin, þegar börn eru að horfa, Austurríkismann með skegg og í pilsi, sem segist ekki hafa kyn og vera karlmaður og kona á sama tíma,“ segir hann í yfirlýsingu. 

„Það er einhver hugsanavilla hér en þegar hún hefur verið leiðrétt munum við snúa aftur í Eurovision.“

Tyrkir tóku fyrst þátt í Eurovision árið 1975 og hafa 34 sinnum átt framlag í keppninni. Þeir áttu ágætu gengi að fagna síðustu árin og komust til að mynda í úrslit öll árin nema eitt, frá því undankeppnin var kynnt til sögunnar árið 2004 og þar til þeir hættu þátttöku.

Tyrkir hafa einu sinni unnið keppnina. Það var árið 2003 með laginu Every Way That I Can og var keppnin haldin í Istanbúl ári síðar.

Frétt ESC Today

Conchita Wurst vann Eurovision árið 2014.
Conchita Wurst vann Eurovision árið 2014. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav