Margot Kidder glímdi við geðsjúkdóma

Margot Kidder árið 2009.
Margot Kidder árið 2009. AFP

Leikkonan Margot Kidder lést í maí síðastliðnum en hún fyrirfór sér. Kidder glímdi við geðsjúkdóma allt sitt líf og vill fjölskylda hennar opna umræðuna um geðsjúkdóma. Dóttir hennar, Maggie McGuane, segir að það sé mikilvægt að tala á opinn og heiðarlegan hátt um dauðsfallið svo engin skömm falli á móður hennar. 

Dóttir hennar hvetur fólk sem glímir við geðsjúkdóma að leita sér aðstoðar „Þetta er einstök sorg og kvöl. Vitandi að margar fjölskyldur fara í gegnum þetta sama, vildi ég óska þess að ég gæti talað við hverja eina og einustu,“ sagði Maggie McGuane.

Kidder var 69 ára þegar hún lést. Hún er hvað best þekkt fyrir túlkun sína á Louis Lane í Súperman-kvikmyndunum. Hún var vinsæl leikkona á sjöunda og áttunda áratugnum og lék meðal annars í The Great Waldo Pepper, The Amityville Horror og Brian De Palma's Sisters.

Margot Kidder í hlutverki sínu sem Lois Lane.
Margot Kidder í hlutverki sínu sem Lois Lane.
mbl.is