Bróðir Meghan Markle segir hana sjálfselska

Meghan Markle hefur ítrekað lent í vandræðum með fjölskyldu sína ...
Meghan Markle hefur ítrekað lent í vandræðum með fjölskyldu sína síðan hún giftist Harry bretaprins í maí. AFP

Fjölskylda Meghan Markle er ekki par sátt við Meghan síðan hún giftist inn í konungsfjölskylduna. Faðir hennar Thomas Markle og systir hennar Samantha Markle hafa bæði tjáð sig í fjölmiðlum um Meghan og nú er komið að bróðir hennar Thomas Markle yngri. 

Thomas yngri sagði í viðtali við The Mirror að systir hans sé sjálfselsk og vond. Faðir þeirra vilji henni ekkert illt og gagnrýnir hana fyrir að vera ekki í sambandi við hann. Hann segir Meghan og föður þeirra hafa verið óaðskiljanleg þegar Meghan var yngri og skilur því ekki af hverju Meghan vilji ekki eiga í samskiptum við hann. „Hann hefur alltaf sett hana í forgang, á undan mér og systur minni. Núna virðist hún vera að misnota ást hans. Það er sjálfselska, og illgjarnt jafnvel. Hann gaf henni allt sem hann átti og núna gefur hún honum ekkert til baka nema særindi,“ sagði Thomas yngri við The Mirror.

Meghan hefur ekki talað við föður sinn síðan í maí, áður en hún giftist Harry Bretaprins. Thomas hefur ítrekað tjáð sig í fjölmiðlum um að hann vilji tala við dóttur sína en hann hafi enga leið til þess. Símanúmerin sem hann er með séu ekki lengur virk og ef hann sendi henni bréf treystir hann því ekki að Kensington-höllin komi því til skila. 

mbl.is