Madonna talaði um Franklin og sig sjálfa

Madonna.
Madonna. AFP

Madonna minntist Arethu Franklin á MTV VMA-verðlaunahátíðinni í gær en svo virðist sem ræða hennar hafi ekki farið vel í alla þá sem á hlýddu og töldu ýmsir að hún væri sjálfshól.

Drottning poppsins, Madonna, var ekki sú eina sem minntist drottningar sálartónlistarinnar, Arethu Franklin, á tónlistarmyndbandahátíð MTV í New York í gærkvöldi.

Franklin lést úr krabbameini í brisi í síðustu viku og hafa margir minnst hennar undanfarna daga.

„Hún gerði mig að því sem ég er í dag og ég veit að hún hafði áhrif á svo marga sem eru hér í kvöld, í þessu herbergi,“ sagði Madonna sem fagnaði sextugsafmæli á fimmudag, daginn sem Franklin lést 76 ára að aldri.

AFP

„Ég vil þakka þér Aretha fyrir að gefa okkur öllum kraft. R-E-S-P-E-C-T. Lengi lifi drottningin,“ sagði Madonna.

Madonna talaði meðal annars um hæfnispróf sem hún fór í við upphaf ferilsins en þar söng hún lag Franlin, (You Make Me Feel Like) A Natural Woman.

Hún sagði að þeir sem stýrðu hæfnisprófinu hafi ekki tekið hana alvarlega. „Og hvers vegna hefðu þeir átt að gera það? Einhver horuð hvít stelpa sem reynir að stynja upp lagi eins stórkostlegasta sálarsöngvara sem uppi hefur verið,“ bætti Madonna við.

Frétt BBC

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson