Enn ein kæran á hendur Spacey

Kevin Spacey.
Kevin Spacey. mbl.is/AFP

Ný kæra á hendur bandaríska leikaranum Kevin Spacey var lögð fram í vikunni. Að sögn saksóknara í Los Angeles barst kæran á þriðjudag en Spacey er sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Fjölmargir hafa sakað leikarann um kynferðislega áreitni og ofbeldi.

Rannsókn hófst á ásökunum á hendur Spacey í apríl en þá var leikarinn sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum manni árið 1992. Spacey er bæði til rannsóknar hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum og Bretlandi en hann starfaði við The Old Vic-leikhúsið í London á tímabilinu 2004 til 2015.

Sá fyrsti sem steig fram og greindi opinberlega frá ofbeldi Spacey var leikarinn Anthony Rapp sem sakaði Spacey um að hafa beitt hann kynferðislegu ofbeldi árið 1986 þegar Rapp var 14 ára gamall. 

Spacey bað Rapp afsökunum í kjölfarið og sagðist ekki muna eftir atvikinu en hefur síðan ekki tjáð sig um þær ásakanir sem hafa komið fram síðar.

Einn leikari segir að Spacey hafi reynt að nauðga honum árið 1984 er hann var 14 ára gamall. Átta starfsmenn þáttaraðarinnar Spilaborg hafa einnig lýst ósæmilegri hegðun leikarans við tökur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson