Söngvari Arcade Fire með DJ-sett á Húrra

Win Butler á sviðinu í Laugardalshöll á þriðjudagskvöldið.
Win Butler á sviðinu í Laugardalshöll á þriðjudagskvöldið. Haraldur Jónasson/Hari

Söngvara hljómsveitarinnar Arcade Fire, Win Butler, er margt til lista lagt, en hann mun þeyta skífum á skemmtistaðnum Húrra annað kvöld. Hann kemur fram undir plötusnúðanafni sínu DJ Windows 98. Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Húrra, tilkynnti um viðburðinn á Twitter. 

Butler spilaði með hljómsveit sinni Arcade Fire í Laugardalshöllinni á þriðjudaginn. Geoffrey sagði í samtali við Vísi að Thorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi, sem flutti hljómsveitina til landsins, hafi komið þeim í samband við Butler. 

Hljómsveitin Árstíðir verða með tónleika fyrr um kvöldið á Húrra og mun DJ Windows 98 taka við um klukkan hálfeitt og þeyta skífum í tvo tíma. Staðurinn tekur um 300 manns og sagði Geoffrey við Vísi að hann byggist við að staðurinn fylltist. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson