Ákvað að gefa lagagerðinni séns

Magnús Gunnarsson er búsettur í Los Angeles.
Magnús Gunnarsson er búsettur í Los Angeles. Ljósmynd/Aðsend

Platan No Place Like Home kom út í gær og er fyrsta plata Magnúsar Gunnarssonar. Magnús hefur verið búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum í nokkur ár og vann hann að plötunni þar í borg.

„Ég var upprunalega tennisspilari og lagði mikla stund á það á sínum tíma en bak við eyrað langaði mig alltaf til að verða tónlistarmaður. Ég lærði á píanó sem barn en á þeim tíma þá var það reyndar ekki fyrir mig þar sem ég vildi helst vera í íþróttum. En svo um 13-14 ára aldur fór ég að stelast í gítarinn hjá pabba mínum og þá var ekki við snúið,“ segir Magnús.

Magnús spilaði lengst af aðeins tónlist eftir aðra, en langaði að semja sín eigin lög. Hann var þó ekki viss um að hann gæti það en þegar hann prófaði sig áfram komst hann að því að hann var fullfær um að semja sín eigin lög. „Það var svo fyrir nokkrum árum að ég ákvað að gefa því séns og áður en ég vissi af þá var ég búinn að semja fullt af lögum. Á þeim tímapunkti hugsaði ég með mér að ég ætti þessi lög en hvað svo? Ég hafði nefnilega gaman af því að semja lög og útfæra tónsmíðar en ég hafði ekki hugsað mér að gefa út lög sjálfur, enda aldrei talið mig mikinn söngvara. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að finna tónlistarfólk í að taka að sér lögin og ég var hræddur um að þá myndu þau bara liggja um ókominn tíma, þannig að það lá best við að ég gerði þetta bara sjálfur, í þetta sinn alla vega,“ segir Magnús.

Ljósmynd/Aðsend

Það er mikil vinna að gera heila plötu sjálfur segir Magnús. Hann samdi öll lögin nema eitt, úfærði þau, spilaði á hljóðfærin og söng inn á plötuna. Hann fékk þó góða hjálp og samdi pabbi hanns, Gunnar Þór Finnbjörnsson, meðal annars lagið „If Today Makes Tomorrow All Right“. 

„ Lögin af plötunni eru samt ekki einungis unnin af mér en ég vann með góðu fagfólki innan tónlistargeirans eins og margföldum Grammy-verðlaunahafa, Joel Numa. Arnar Guðjónsson hjálpaði mér líka mikið með útfærsluna á nokkrum lögum. Svo hefur góður vinur minn, Davíð Ármann Eyþórsson, komið mikið að plötunni en hann spilaði á rafmagnsgítar á mörgum lögum hjá mér og við sömdum líka tvö af lögunum saman. Það skiptir miklu máli að vera ekki alltaf einn í þessu og geta unnið þetta í samvinnu við aðra finnst mér, en meiri hlutann af tímanum er ég einn inni í stúdíói,“ segir Magnús.

Plötu Magnúsar, „No Place Like Home“ má finna á Spotify, Youtube og iTunes.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til að láta stundarerfiðleika draga úr sér allan mátt. Gönguferð út í náttúrunni myndi hjálpa til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til að láta stundarerfiðleika draga úr sér allan mátt. Gönguferð út í náttúrunni myndi hjálpa til.