Engin Woody Allen-mynd 2019

Woody Allen síðasta sumar í Dolby Theatre í Hollywood. Hann …
Woody Allen síðasta sumar í Dolby Theatre í Hollywood. Hann komst í fréttir í janúar 2018 þegar fósturdóttir ítrekaði ásakanir sínar um kynferðisofbeldi. AFP

Í fyrsta skipti síðan 1974 gefur Woody Allen enga kvikmynd út á næsta ári. Hann hefur gefið út allavega eina mynd á ári í næstum hálfa öld.

„Woody elskar að vinna. Hann tekur sér aldrei frí. En nú í ár ætlar hann að taka sér pásu þar til hann finnur fjármagn,“ segir heimildarmaður Page Six.

Hann skrifaði undir fimm mynda samning við Amazon 2016 en mun ekki gera þær allar, samkvæmt þessu. Kvikmyndin Rainy Day ætti samt að vera frumsýnd núna í lok árs.

Woody var sakaður um kynferðisofbeldi af fósturdóttur sinni, Dylan Farrow, og hefur síðan þá átt erfitt með að fjármagna bíómyndirnar sínar. Fjölmargir leikarar neita að leika í myndunum hans og hafa sagst sjá eftir að vinna með honum.

Talsmaður Woody Allen sagði í samtali við Page Six að þetta sé allt rangt. Er þá óljóst hvað átt er við, því það virðist raunverulega engin bíómynd í bígerð. Það kemur í ljós með tímanum en hitt er ljóst að Woody berst í bökkum þessi misserin, réttilega að sumra mati.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg