Meghan tekur sér pásu

Hertogahjónin af Sussex hafa fengið blíðar móttökur í opinberri heimsókn …
Hertogahjónin af Sussex hafa fengið blíðar móttökur í opinberri heimsókn sinni í Ástralíu. AFP

Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, hefur ákveðið að draga úr skyldustörfum sínum næstu tvo daga í 16 daga opinberri ferð hennar og eiginmannsins, Harrys Bretaprins, um Ástralíu. Mun Markle þurfa á hvíld að halda vegna væntanlegs frumburðar hertogahjónanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kensington-höll, en AFP greinir frá.

Ferð hertogahjónanna hefur verið skipuð þéttri dagskrá síðan þau komu til Ástralíu á mánudag í síðustu viku og hafa þau m.a. verið í Sydney og Melbourne auk þess sem þau voru viðstödd opnunarhátíð og keppnir Invictus-leikanna, sem er hugarfóstur Harrys. 

Harry var spurður hvar eiginkona hans væri þegar hann mætti einn á verðlaunaafhendingu hjólreiða á leikunum í dag. „Hún er heima að hvíla sig. Óléttan tekur sinn toll,“ hefur ástralska fréttaveitan ABC eftir honum. 

Meghan, sem er 37 ára, er ófrísk af fyrsta barni sínu. Hjónin giftu sig 19. maí síðastliðinn og ríkir mikil gleði innan konungsfjölskyldunnar með væntanlegan erfingja, en barnið á að fæðast á vormánuðum. Barnið verður það sjöunda í röðinni til bresku krúnunnar. 

Hjónin giftu sig 19. maí síðastliðinn.
Hjónin giftu sig 19. maí síðastliðinn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson