Selma Blair með MS-sjúkdóminn

Bandaríska leikkonan Selma Blair greindi í dag frá því að ...
Bandaríska leikkonan Selma Blair greindi í dag frá því að hún hefði greinst með MS-sjúkdóminn. mbl

Bandaríska leikkonan Selma Blair greindi frá því á Instagram í dag að hún sé með MS-sjúkdóminn.

Sagðist leikkonan hafa fundið fyrir einkennum árum saman, en að hún hefði ekki verið greind fyrr en í ágúst á þessu ári. BBC greinir frá.

„Ég er með fötlun. Stundum dett ég. Ég missi hluti,“ skrifaði Blair  og kvað greininguna hafa verið yfirþyrmandi í fyrstu.

Blair, sem á að leika í Netflix þáttunum Another Life, segist fá mikinn stuðning frá búningahönnuðinum Allisu Swanson, sem hvatti hana til að greina frá veikindum sínum.

View this post on Instagram

I was in this wardrobe fitting two days ago. And I am in the deepest gratitude. So profound, it is, I have decided to share. The brilliant costumer #Allisaswanson not only designs the pieces #harperglass will wear on this new #Netflix show , but she carefully gets my legs in my pants, pulls my tops over my head, buttons my coats and offers her shoulder to steady myself. I have #multiplesclerosis . I am in an exacerbation. By the grace of the lord, and will power and the understanding producers at Netflix , I have a job. A wonderful job. I am disabled. I fall sometimes. I drop things. My memory is foggy. And my left side is asking for directions from a broken gps. But we are doing it . And I laugh and I don’t know exactly what I will do precisely but I will do my best. Since my diagnosis at ten thirty pm on The night of August 16, I have had love and support from my friends , especially @jaime_king @sarahmgellar @realfreddieprinze @tarasubkoff @noah.d.newman . My producers #noreenhalpern who assured me that everyone has something. #chrisregina #aaronmartin and every crew member... thank you. I am in the thick of it but I hope to give some hope to others. And even to myself. You can’t get help unless you ask. It can be overwhelming in the beginning. You want to sleep. You always want to sleep. So I don’t have answers. You see, I want to sleep. But I am a forthcoming person and I want my life to be full somehow. I want to play with my son again. I want to walk down the street and ride my horse. I have MS and I am ok. But if you see me , dropping crap all over the street, feel free to help me pick it up. It takes a whole day for me alone. Thank you and may we all know good days amongst the challenges. And the biggest thanks to @elizberkley who forced me to see her brother #drjasonberkley who gave me this diagnosis after finding lesions on that mri. I have had symptoms for years but was never taken seriously until I fell down in front of him trying to sort out what I thought was a pinched nerve. I have probably had this incurable disease for 15 years at least. And I am relieved to at least know. And share. 🖤 my instagram family... you know who you are.

A post shared by Selma Blair (@selmablair) on Oct 20, 2018 at 11:23am PDT

Kvaðst hún enn vera á kafi í að fást við þetta, en að hún voni að með því að ræða sjúkdóminn veiti hún öðrum von.

Þá sagði Blair að þrátt fyrir fréttirnar, þá væri hún fegin að vera komin með rétta greiningu.

„Minni mitt er þokukennt og vinstri hliðin leitar leiðbeininga frá biluðum staðsetningabúnaði, en við erum að gera þetta,“ skrifaði hún. „Mig langar að leika aftur við son minn. Mig langar að ganga aftur niður eftir götu og ríða hesti mínum. Ég er með MS og það er í lagi með mig.“

Blair hefur fengið mikil viðbrögð við færslu sinni á samfélagsmiðlum og hafa margir MS-sjúklingar lýst yfir stuðningi sínum og þakkað henni fyrir að greina frá.

mbl.is