Hrundi fram af sviðinu á tónleikum

Söngkonan Paula Abdul er búin að vera lengi í bransanum ...
Söngkonan Paula Abdul er búin að vera lengi í bransanum og hefur lent í ýmsu. AFP

Söngkonan Paula Abdul lenti í því óhappi að detta fram af sviðinu á tónleikum sínum í Mississippi í Bandaríkjunum á laugardaginn. Myndband af atvikinu hefur farið víða en Abdul ætlaði að heilsa aðdáanda þegar hún datt fram fyrir sig. 

Abdul, sem er búin að vera lengi í bransanum og var hluti af fyrsta dómarateyminu í sjónvarpsþáttunum American Idol, er á sínu fyrsta tónleikaferðalagi í 25 ár. Var hún að syngja lagið „The Promise of a New Day“ þegar hún féll fram fyrir sig en lét það ekki á sig fá og þrátt fyrir að tónleikagestum hafi verið brugðið. 

Samkvæmt tónleikagesti sem ET náði tali af fór Abdul strax upp á svið aftur og missti ekki úr nótu. 

mbl.is