Kynþokkafyllsti maður í heimi

Idris Elba.
Idris Elba. AFP

Breski leikarinn Idris Elba var valinn kynþokkafyllsti maður í heimi af tímaritinu People. Leikarinn er 46 ára og sló í gegn fyrir hlutverk sitt í The Wire. Hann hefur einnig verið orðaður við hlutverk James Bond. 

Nafnbótin kom Elba á óvart og ætlaði hann varla að trúa því að hann hefði verið valinn kynþokkafyllsti maður í heimi. „Já, þú ert frekar kynþokkafullur í dag,“ segist Elba hafa hugsað þegar hann skoðaði sjálfan sig í speglinum eftir fréttirnar. „En til að vera hreinskilinn, þetta var bara góð tilfinning. Þetta kom ánægjulega á óvart, efldi sjálfstraustið vissulega.“

Leikarinn hefur verið kvæntur tvisvar sinnum og á tvö börn. Nú er hann hins vegar að skipuleggja þriðja brúðkaupið en hann er trúlofaður fyrirsætunni Sabrinu Dhowre. Dhowre er 29 ára og trúlofuðu þau sig í febrúar eftir að hafa verið saman í um ár. 

People velur einn karl á hverju sem þykir kynþokkafyllri en aðrir en skilyrðin eru þau að maðurinn sé enn á lífi. Tónlistarmaðurinn Blake Shelton hlaut nafnbótina í fyrra. 

Breski leikarinn Idris Elba er kynþokkafyllsti maður í heimi.
Breski leikarinn Idris Elba er kynþokkafyllsti maður í heimi. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
4
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óhætt að segja að þú verðir á kafi á komandi vikum. Forðastu að gefa vinum þínum loforð eða skuldbinda þig á einhvern hátt í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
4
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óhætt að segja að þú verðir á kafi á komandi vikum. Forðastu að gefa vinum þínum loforð eða skuldbinda þig á einhvern hátt í dag.