Ekkert nema ömmur í myndbandinu

Gauti Þeyr er einn af vinsælustu röppurum landsins
Gauti Þeyr er einn af vinsælustu röppurum landsins skjáskot/instagram

Íslenski rapparinn Emmsjé Gauti var að senda frá sér lagið Mér líður vel. Það vekur athygli að hann er umvafinn eldri konum í myndbandinu. 

Myndbandið við lagið Mér líður vel er af plötunni FIMM. Myndbandið er framleitt hjá obbosí ehf. og var leikstjórn í höndum Freys Árnasonar. 

„Ég vil þakka öllum þessum frábæru ömmum sem tóku þátt í þessu verkefni með okkur. MASSÍF ÁST,“ segir Gauti Þeyr á facebooksíðu sinni. 

mbl.is