Tók 200 verkjatöflur í einu

Mel B er hreinskilin í nýrri bók.
Mel B er hreinskilin í nýrri bók. AFP

Mel B er á góðum stað í dag, nýskilin og á leið í tónleikaferðalag með Kryddpíunum. Fyrir fjórum árum reyndi hún þó að binda enda á líf sitt með því að taka verkjatöflur en þetta kemur fram í útdrætti úr ævisögu hennar á vef The Sun um helgina.

Söngkonan segist hafa tekið 200 töflur sem hún hafði safnað í mörg ár. Atvikið átti sér stað eftir að hún fór út að borða með eiginmanni sínum og umboðsmanni Stephen Belafonte. Átti hún að vera í tökum fyrir hæfileikaþáttinn X-Factor daginn eftir. 

Fannst Mel B hún ver ljót og hötuð af manninum sem hafði lofað að elska og vernda hana. Segir hún að eftir tíu ára hjónaband hafi hann átt safn af kynlífsupptökum sem gætu eyðilagt feril hennar og fjölskyldu. 

Að lokum komst söngkonan að því að sjálfsvíg var ekki svarið og hún varð að komast á spítala. Hún man ekki alveg hvað gerðist en man að hún átti í erfiðleikum með að opna dyrnar að herberginu sem hún var í og henti sér á hurðina til að komast út. 

Hún vaknað á spítala með dóttur sína Phoenix sér við hlið. Þegar hún leit á spyrjandi dóttur sína ákvað hún að taka til í lífi sínu. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem söngkonan reyndi að binda endi á líf sitt en hún hafði líka gert tilraun til þess þegar hún var aðeins 14 ára. 

Mel B.
Mel B. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes