Brad Pitt neitar allri ábyrgð

Brad Pitt.
Brad Pitt. mbl.is/AFP

Leikarinn Brad Pitt segist ekki bera ábyrgð á illa byggðum húsum sem góðgerðarstofnun hans sá um að byggja eftir að fellibylurinn Katrína eyðilagði heimili fjölda fólks í Bandaríkjunum árið 2005. Þetta kemur fram í dómsskjölum samkvæmt The Blast

Fjöldi fólks fór í mál við Pitt og góðgerðarstofnun hans, Make It Right Foundation. Leikarinn krefst þess að málinu verði vísað frá.

Segir Pitt að markmiðið hafi verið að byggja góð hús á viðráðanlegu verði. Hann heldur því hins vegar fram að ekki sé hægt að draga hann persónulega til ábyrgðar og hann hafi ekki brotið samkomulag. 

Pitt stofnaði góðgerðarstofnunina til þess að hjálpa fólki að flytja aftur í hverfi sitt í New Orleans eftir fellibylinn. Bendir hann á að fólk hafi þakkað honum fyrir að koma að uppbyggingu hverfisins. Pitt krefst hins vegar ekki að góðgerðarstofnun hans sleppi í málinu. 

Brad Pitt segist ekki bera ábyrgð á illa byggðum húsum.
Brad Pitt segist ekki bera ábyrgð á illa byggðum húsum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka