Jólaviðburðir í desember

Það er alltaf jólastemning á Árbæjarsafni fyrir jólin.
Það er alltaf jólastemning á Árbæjarsafni fyrir jólin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er margt að gerast í menningarlífi borgarinnar fyrir jólin. Hér eru hugmyndir af skemmtilegum tónleikum og viðburðum í desember. 

Skautasvellið á Ingólfstorgi

Hvar: Ingólfstorgi.

Hvenær: 1. desember út jólamánuðinn.

Um: Ingólfstorg mun umbreytast í Ingólfssvell. Jólaþorp mun rísa í kringum Ingólfssvellið þar sem hægt verður að kaupa m.a. veitingar og útivistarfatnað. Jólaskreytingar og jólatónlist sjá svo um að skapa rétta jólaandann. Enginn aðgangseyrir er á svellið. Hægt er að leigja saman skauta og hjálm og barnagrindur. Boðið er upp á að bóka svellið fyrir skóla- og fyrirtækjahópa.

Jólaþorpið í Hafnafirði

Hvar: Strandgötu 24b, Hafnarfirði.

Hvenær: 2. desember 2018 kl. 12.00-17.00.

Um: Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin. Allir eru velkomir í miðbæ Hafnarfjarðar að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu. Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.

Dúkkulísur - Enn og aftur jól

Hvar:

Bæjarbíó Hafnarfirði.

Hvenær:

5. desember

kl. 21.00.

Um:

Hinar einu sönnu Dúkkulísur ætla að endurtaka leikinn og halda jólatónleika í ár! Dúkkulísurnar láta sér það ekki nægja heldur kynna þær einnig glænýja jólaplötu – Jól sko! – til sögunnar. Og eins og allir vita er ekki hægt að halda jól án Pálma Gunnarssonar, sem verður heiðursgestur tónleikanna. Gömlu góðu jólalögin verða líka rifjuð upp og að sjálfsögðu nóg af rokki – Pamela í Dallas rokk og ról!

Lamadýrajól - Jólatónleikar Söngfjelagsins

Hvar: Skálholtskirkju og Langholtskirkju.

Hvenær: 8. desember og 9.

desember.

Um: Söngfjelagið heldur áttundu jólatónleikana sína á þessu ári. Þemað í ár kemur frá Suður-Ameríku og verða flutt tvö verk eftir argentínska tónskáldið Ariel Ramirez, annars vegar hin þekkta Kreólamessa „Misa Criolla“ og hins vegar helgisagan um fæðingu Krists „Navidad Nuestra“. Þá verða flutt nokkur vel valin suður-amerísk jólalög. Samkvæmt hefð Söngfjelagsins verður einnig frumflutt nýtt íslenskt jólalag. Það er samið í suður-amerískum anda af Hjörleifi Hjartarsyni kórfélaga, sem einnig er annar meðlima tvíeykisins Hundur í óskilum.

Hýr jól

Hvar: Neskirkja.

Hvenær: 12. desember kl. 19.30.

Um: Jólasnjórinn verður í regnbogalitunum á jólatónleikum Hinsegin kórsins í Neskirkju. Hýrir jólatónar í bland við dægurtónlist og popp. Óðinn Valdimars, David Bowie, Olly Murs, Tsjaíkovskí og allt hitt sem þú þarft til að njóta jólaundirbúningsins.

Kórinn syngur undir stjórn Helgu Margrétar Marzellíusardóttur en meðleikari kórsins er Jón Birgir Eiríksson.

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hvar: Eldborg, Hörpu.

Hvenær: 15. des. 2018 kl. 14.00.

Um: Á þessum hátíðlegu fjölskyldutónleikum verður skyggnst inn í íslensku baðstofuna þar sem gömlu jólasveinarnir og jólakötturinn hafa hreiðrað um sig. Einnig verður gullfalleg jólatónlist Jórunnar Viðar í forgrunni, en tónskáldið hefði fagnað 100 ára afmæli á þessu ári.

Nemendur úr Listdansskóla Íslands túlka Jólakött Ingibjargar Þorbergs og Jólaóð Gunnars Þórðarsonar og Stúlknakór Reykjavíkur og Litlu sprotarnir flytja sígilda jólasöngva ásamt Valgerði Guðnadóttur og Kolbrúnu Völkudóttur. Ungir lúðraþeytarar koma fram með hljómsveitinni og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hringir inn jólin og flytur jólalög fyrir og eftir tónleikana.

Kynnir er trúðurinn Hildur, leikinn af Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, einni ástsælustu leikkonu landsins. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.

Jólamarkaðurinn í Hjartagarðinum

Hvar: Hjartagarðurinn, Smiðjustígur 4, 101, Reykjavík.

Hvenær: 13. og 14. desember sem og 20. og 21. desember (fimmtudaga og föstudaga) 16.00-22.00 15. og 16. desember sem og 22. desember (laugardaga og sunnudaga) 13.00-22.00 23. desember (Þorláksmessa/sunnudagur) 13.00-23.00.

Um: Jólamarkaður að evrópskri fyrirmynd.

Fjölbreytt handverk, götugómsæti, söngur og gleði.

Jólamarkaður Búrsins

Hvar: Harpan

Hvenær: 15. og 16. desember. Frá kl. 11.00 til kl. 17.00.

Um: Markaðurinn er á jarðhæð í Hörpu, í Flóa og Norðurbryggju. Einstök jólastemning og tilvalið að kaupa inn góðgæti fyrir jólahátíðina beint af framleiðenda. Hvort sem er til eigin nota eða til gjafa. Matarhandverk er jólagjöfin í ár að mati margra. Aðgangur ókeypis.

Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur

Hvar: Heiðmörk

Hvenær: 15.12. kl. 12.00-17.00

Um: Heimsókn á jólamarkað Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá ótal fjölskyldum. Auk handverks- og hönnunarmarkaðar og Jólatréssölu og alltaf heitt á könnunni. Keyrt er inn í Heiðmörk við Rauðhóla.

Þrjár systur jólatónleikar

Hvar: Salurinn Tónlistarhús.

Hvenær: 15. desember kl.

20.00.

Um: Systurnar, Ingibjörg, Þórunn og Dísella Lárusdætur eru mikil jólabörn og húmoristar. Þær hlakka mikið til að syngja vel valin lög fyrir tónleikagesti í Salnum í Kópavogi. Í desember eru níu ár síðan þær héldu síðast jólatónleika, en þeir voru einmitt líka í Salnum. Þar sem systurnar eru mikið á flakki út um allan heim hefur tækifæri til jólatónleikahalds ekki gefist fyrr en nú. Þær ætla að flytja lög úr öllum áttum, uppáhalds lög af ferlinum, nokkur lög af jólaplötunni Jólaboð, sem kom út 2004 og splunkunýjar útsetningar af þekktum smellum!

Þú veist... svona jóla.

Hvar: Langholtskirkju.

Hvenær: 18. desember klukkan 18.00.

Um: Þrír kórar og söngsveit blása til jólalagastórveislu í Langholtskirkju.

Kórarnir eru Karlakórinn Esja undir stjórn Kára Allanssonar, Kvennakórinn Katla undir stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur og Hildigunnar Einarsdóttur og Drengjakór Reykjavíkur undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar. Auk þeirra kemur söngsveitin OLGA Vocal Ensemble alla leið frá Utrecht í Hollandi.

Saman flytja þau sín uppáhaldsjólalög með hátíðarbrag og senda ykkur út í hátíðarnar í hátíðarskapi. Möndlubásinn verður á staðnum með góðgæti að tónleikum loknum.

Mozart við kertaljós

Hvar:

Hafnarfjarðarkirkju.

Hvenær:

19. desember kl. 21.00

Um:

Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin og verða fyrstu tónleikarnir í Hafnarfjarðarkirkju.

Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og fimm ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Haldórsson sellóleikari.

Julevenner Emmsjé Gauta -

Fjölskyldusýning

Hvar: Háskólabíó.

Hvenær: 22. desember kl. 17.00.

Um: Emmsjé Gauti hringir inn jólin ásamt fríðu föruneyti með skemmtilegri mixtúru af rapp og jólatónleikum. Rappsenan á Íslandi hefur aldrei verið stærri og er því kærkomið að rappunnendur fái sinn skerf af jólageðveikinni.

Ásamt Emmsjé Gauta koma fram Aron Can, Birnir, Salka Sól, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Bartónar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson