Telur fyrir bestu að Sigmundur væri étinn af sel

Emmsjé Gauti er ekki hrifinn af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.
Emmsjé Gauti er ekki hrifinn af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Rapparinn Emmsjé Gauti lætur ekki sitt eftir liggja í Klausturmálinu og viðraði skoðun sína á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á Twitter í morgun. Segir Gauti að hann sé kominn á þá skoðun að það væri örugglega fyrir bestu ef Sigmundur yrði étinn af sel. Vísar Gauti þar með í það þegar líkt var eftir selahljóði þegar minnst var á Freyju Haraldsdóttur á barnum Klaustri. 

Segist Gauti hafa haft gaman af því að fylgjast með Sigmundi Davíð þar sem hann hafi verið fyndinn karakter. Gauti tekur þó fram að hann hafi ekki viljað að Sigmundur Davíð stjórnaði landinu. Nú virðist rapparinn hins vegar vera kominn með nóg. 

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, seg­ist ekki hafa verið að gera grín að fötl­un Freyju og í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 í gær, mánudag, sagði hann að um­rætt sela­hljóð hefði getað „verið reiðhjól að bremsa fyr­ir utan glugg­ann“.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Þorgeir
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í miðjum umbrotatíma og þarft að hafa þig allan við til þess að koma heilskinnaður út úr breytingunum. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í miðjum umbrotatíma og þarft að hafa þig allan við til þess að koma heilskinnaður út úr breytingunum. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.