Cruise kennir fólki á sjónvarpið

Tom Cruise á frumsýningu Mission Impossible - Fallout fyrr á …
Tom Cruise á frumsýningu Mission Impossible - Fallout fyrr á árinu. AFP

Leikarinn Tom Cruise og Christopher McQuarrie, sem leikstýrði nýjustu Mission Impossible-myndinni, hafa áhyggjur af því að fólk sem horfir á myndina heima hjá sér horfi ekki á hana í þeim gæðum sem það ætti að vera að gera.

„Ef þú átt nýtísku háskerpusjónvarp eru miklar líkur á því að þú sért ekki að horfa á kvikmyndir eins og kvikmyndagerðarmennirnir vildu,“ segir McQuarrie á Twitter-síðu Cruise, er þeir voru í pásu frá upptökum á framhaldi Top Gun.

Fram kemur í máli þeirra að í háskerpusjónvörpum sé beitt tækni sem bæti aukarömmum við hreyfimyndir til að koma í veg fyrir að myndin verði óskýr. Slíkt komi að bestum notum við að horfa á íþróttir. Cruise segir að stundum sé þetta kallað „sápuóperu-áhrifin“.

Margir kvikmyndagerðarmenn þola þetta aftur á móti ekki og segja þetta skemma gæði myndanna þeirra, að sögn þeirra félaga.

Þeir segja að í flestum sjónvörpum sé þessi stilling sjálfkrafa inni og hvetja þeir fólk til að gera bragarbót á því, að því er BBC greindi frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson