Lag Jónsa úr Sigur Rós tilnefnt

Jón Þór Birgisson eða Jónsi úr Sigur Rós er einn ...
Jón Þór Birgisson eða Jónsi úr Sigur Rós er einn höfunda lagsins Revelation. Eggert Jóhannesson

Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í dag. Lagið Revelation sem Jónsi úr Sigur Rós sem tók þátt í að semja var tilnefnt sem besta kvikmyndalag ársins. Lagið er úr myndinni Boy Eresed þar sem Nicole Kidman og Lucas Hedges fara með aðalhlutverk. 

Jónsi samdi lagið ásamt Troye Sivan auk þess sem þeir sömdu textann ásamt Brett McLaughlin. 

Lagið keppir við eitt vinsælasta lag ársins en lagið Shallow eftir Lady Gaga er einnig tilnefnt. Lagið Shallow syngja þau Lady Gaga og Bradley Cooper í myndinni A Star is Born. 

mbl.is