Jólastjarnan 2018 er 13 ára söngsnillingur

Þórdís Karlsdóttir er Jólastjarnan 2018.
Þórdís Karlsdóttir er Jólastjarnan 2018. Ljósmynd/Aðsend

Þórdís Karlsdóttir, 13 ára söngsnillingur úr Mosfellsbæ, var valin Jólastjarnan 2018. Þórdís söng lagið Jólasveinninn kemur í kvöld og heillaði dómnefnd upp úr skónum. Mun hún koma fram á fimm jólatónleikunum Björgvins Halldórssonar í Eldborg 20. - 22. desember og syngja þar með helstu tónlistarmönnum landsins fyrir samtals tæplega 8 þúsund gesti.

Tólf ungir og efnilegir söngvarar voru valdir af dómnefnd til að taka þátt í keppninni í ár. Dómnefndina skipuðu þau Svala Björgvins, Jóhanna Guðrún og Björgvin Halldórsson. Allir keppendur stóðu sig með prýði og munu koma fram á tónleikunum en einungis Jólastjarnan Þórdís fer með einsöng.

Hér að neðan má sjá Þórdísi syngja sigurlagið en nú er einnig komið út lagið Crazy með henni á Spotify. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes