Matthildur Sveinsdóttir er Jólastjarnan 2019

Jólastjarnan 2019 hefur verið valin og sú heppna heitir Matthildur Sveinsdóttir. Á annað hundrað krakka sótti um að fá að vera með en á endanum voru 12 ungir og efnilegir söngvarar valdir af dómnefnd til að taka þátt í keppninni í ár. Allir keppendur stóðu sig með prýði en Matthildur Sveinsdóttir heillaði dómnefndina upp úr skónum en hún söng lögin Eitt sinn rétt fyrir jólin og Gefðu allt sem þú átt. Matthildur er 14 ára og gengur í Ingunnarskóla og æfir ballett í Listdansskóla Íslands. Foreldrar hennar eru þau Sveinn Tryggvason og Linda Pálsdóttir og systur hennar eru þær Arnheiður og Brynja.

Jólastjarnan er valin á hverju ári en keppnin er haldin í tengslum við stórtónleikana Jólagestir Björgvins. Keppnisrétt hafa allir söngelskir krakkar 14 ára og yngri og munu allir keppendur koma fram á tónleikunum og syngja þar með helstu tónlistarmönnum landsins. Jólastjarnan stígur þar á svið og syngur einsöng. Sjónvarp Símans gerði þætti um keppnina sem hófust í lok nóvember, úrslitaþátturinn var í gær og þar var Matthildur afhjúpuð sem sigurvegarinn í ár. Dómnefndina í ár skipuðu tónlistarmaðurinn Auður, söngkonan Birgitta Haukdal og Björgvin Halldórsson.

Tónleikarnir Jólagestir Björgvins verða nú haldnir í þrettánda sinn dagana 21.-22. desember og fara þeir fram í Hörpu. Landslið íslenskra söngvara mun koma fram: Auður, Birgitta Haukdal, Friðrik Ómar, GDRN, Gissur Páll, Jón Jónsson, Svala, Þóra Einarsdóttir, sérstakur gestur, Herra Hnetusmjör og auðvitað Jólastjarnan 2019, Matthildur Sveinsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson