Kristjana stýrir Gettu betur

Kristjana Arnarsdóttir.
Kristjana Arnarsdóttir. Ljósmynd/Ríkisútvarpið

Kristjana Arnarsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þessu er greint frá á fréttavef Ríkisútvarpsins. Kemur hún í stað Björns Braga Arnarssonar sem ákvað í lok október að segja sig frá starfinu í kjölfar þess að myndband var birt á netinu þar sem hann sást snerta klof 17 ára stúlku án hennar leyfis. 

Þar segir að Kristjana hafi hlotið mikið lof fyrir framgöngu sína í HM-stofunni í Ríkisútvarpinu síðasta sumar en hún hefur starfað sem íþróttafréttakona á fjölmiðlinum frá árinu 2016. Enn fremur segir að Kristjana verði þar með fjórða konan til þess að stýra Gettu betur en keppnin verður haldin í þrítugsta og fjórða sinn í vetur.

Þá bætist Ingileif Friðriksdóttir í hóp spurningahöfunda og dómara og heldur utan um þann þátt keppninnar ásamt Vilhelmi Antoni Jónssyni og Sævari Helga Bragasyni. Ingileif stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur séð um þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið og starfaði áður sem blaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu.

Gettu betur hefst á Rás 2 mánudaginn 7. janúar og keppa alls 28 skólar af öllu landinu. Dregið verður klukkan þrjú í dag í fyrstu umferð keppninnar.Sjónvarpshluti keppninnar hefst í Ríkisútvarpinu 1. febrúar og úrslitakeppni fer fram 15. mars.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn hentar vel til hugleiðslu. Þér hættir til að fresta hlutum, æfðu þig í að hætta því. Grasið er ekki grænna hinum megin við lækinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn hentar vel til hugleiðslu. Þér hættir til að fresta hlutum, æfðu þig í að hætta því. Grasið er ekki grænna hinum megin við lækinn.