Rekinn úr undankeppni fyrir lagastuld

Þátttöku András Petruska í Eurovision er lokið.
Þátttöku András Petruska í Eurovision er lokið. Skjáskot/Youtube

Ungverska ríkissjónvarpið hefur vísað þátttakanda í undankeppni Eurovision í landinu úr keppni fyrir lagastuld. Lag András Petruska, Help me out of here, þykir of líkt lagi með Vampire Weekend.

Petruska flutti lagið í ungversku undankeppni 9. febrúar og komst áfram í úrslitin, sem fara fram á morgun. Hann var hins vegar rekinn úr keppninni í vikunni fyrir lagastuld og söngvarinn Gergo Oláh tekur þátt í hans stað.

Niðurstaða ungverska ríkissjónvarpsins er á þá leið að lagið sé of líkt White sky með hljómsveitinni Vampire Weekend.

„Þrátt fyrir að mörg vinsæl lög hljómi lík er lag Petruska á of marga vegu líkt lagi Vampire Weekend. Það þýðir að hægt er að líta svo á að laginu Help me out of here hafi verið stolið,“ kom fram í yfirlýsingu vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren