Segir Meghan haga sér eins og Kim Kardashian

Burrell segir Meghan ekki þekkja muninn á því að vera …
Burrell segir Meghan ekki þekkja muninn á því að vera konungsborin og stjarna. AFP

Paul Burrell, fyrrum bryti Díönu prinsessu, segir að Meghan Markle þurfi að passa hvernig hún kemur fram í fjölmiðlum. Í viðtali við The Sun segir hann hana haga sér meira eins og Kim Kardashian heldur en eina af konungsfjölskyldunni. 

Meghan eyddi nýverið nokkrum dögum í New York þar sem vinkonur héldu steypiboð fyrir hana. Kostnaður við boðið var mikill en vinkonur hennar, meðal annars Serena Williams og Amal Clooney borguðu reikninginn. 

Burrell segir að það muni reita mág hennar Vilhjálm Bretaprins til reiði að fjölmiðlar hafi fjallað svo mikið um barnagleðina og kostnaðinn við hana. Hann segir Vilhjálm hafa unnið að því síðustu ár að láta konungsfjölskylduna líta út fyrir að vera hógværa í fjölmiðlum. Þessi umfjöllun hafi gengið þvert á þá vinnu.

Eiginkona Vilhjálms, Katrín hertogaynja, hélt lágstemmt steypiboð áður en hún eignaðist þeirra fyrsta barn.

Þó Vilhjálmur umgangist fjöldann allan af stjörnum þá eru þau ekki vinir hans heldur samstarfsfélagar. Burrell segir að Meghan skilji ekki muninn á því að vera konungsborin og að vera stjarna.

Burrell segir að Meghan geti reitt mág sinn, Vilhjálm Bretaprins, …
Burrell segir að Meghan geti reitt mág sinn, Vilhjálm Bretaprins, til reiði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren