Neitar sniðgöngu — „Við tökum þátt“

Bilal Hassani er staddur í Ísrael.
Bilal Hassani er staddur í Ísrael. AFP

Bilal Hassani, sem tekur þátt fyrir hönd Frakklands í Eurovision-söngvakeppninni í Tel Aviv í maí, hefur neitað orðrómi þess efnis að Frakkar hafi hótað því að sniðganga keppnina. 

„Við tökum þátt,“ sagði Hassani, sem er 19 ára, við ísraelska fjölmiðla en hann kom þangað í gær til að taka upp myndband í tengslum við keppnina. Hassani bætti því við að honum hefði verið vel tekið í Ísrael og að hann hlakkaði til keppninnar í vor.

Í síðustu viku greindi ísraelska fréttasíðan Haaretz frá því að Frakkar hefðu hótað því að sniðganga Eurovision. Ástæðan væri ísraelsk sjónvarpssería sem lýsti inngöngu Frakka í söngvakeppni sem hryðjuverki.

Í sjón­varps­serí­unni, sem frum­sýnd verður í maí og kall­ast „Tólf stig“, er fylgst með fransk-als­írsk­um hryðju­verka­manni. Hann þyk­ist vera sam­kyn­hneigður karl­maður og tekst að kom­ast í loka­keppni alþjóðlegr­ar söngv­akeppni í þeim eina til­gangi að fremja hryðju­verk í beinni sjón­varps­út­send­ingu.

Fyrirhugaðir þættir hafa vakið reiði í Frakklandi en Bilal Hass­ani er sam­kyn­hneigður múslimi. Hann kom út úr skápnum fyrir tveimur árum þegar hann sendi frá sér lagið „Hold your Hand”.

Frakkar eiga öruggt sæti í úrslitakvöldi Eurovision en veðbankar spá lagi Hassani, „Roi“, níunda sæti. Rússneska lagið þykir sigurstranglegast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson