Grínið sigrar á Twitter

Hatara-liðar njóta mikils stuðnings á samfélagsmiðlinum Twitter.
Hatara-liðar njóta mikils stuðnings á samfélagsmiðlinum Twitter. mbl.is/Eggert

Íslendingar sitja margir hverjir límdir við skjáinn og fylgjast með Söngvakeppni sjónvarpsins á RÚV. Margir eru þó eflaust minna að fylgjast með sjónvarpinu en símaskjánum, enda logar samfélagsmiðillinn Twitter í umræðum um íslensku forkeppnina, undir kassmerkinu #12stig.

Hatrið mun sigra í flutningi Hatara er áberandi í umræðum á samfélagsmiðlinum og virðast þeir sem tjá sig nánast einróma um hrifningu sína á flutningi hljómsveitarinnar, sem hefur víða verið spáð sigrinum og er komin í lokaeinvígið ásamt Friðriki Ómari.

En margir eru líka bara komnir á Twitter til þess að grínast, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem skýtur létt á sjálfan sig, en liðsmenn Hatara bökuðu köku að hætti Bjarna í aðdraganda keppninnar og það myndskeið var birt áður en þeir stigu á svið í kvöld.

„Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“ spurði fjármálaráðherra, er Svanhildur Hólm aðstoðarmaður hans benti honum á að grín Hatara-liða beindist að honum.

Hatrið slær í gegn

Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður hljómar agndofa eftir að hafa horft á atriði Hatara. „Þvílíkur flutningur. Að senda þau ekki út væri eins og að komast á EM í fótbolta og skilja Gylfa, Aron og Alfreð eftir heima,“ skrifar Atli Fannar.

Miklar andstæður takast á í einvíginu um farmiðann til Tel Aviv, vel athugað. Svart latex Hatara gegn hvítri bómull Friðriks Ómars.

Einar Bárðarson er flestum hnútum kunnugur í tónlistarbransanum. Hann hrósar flytjendum kvöldsins, en telur nokkuð öruggt að Hatari standi uppi sem sigurvegarar, þrátt fyrir að Friðrik Ómar hafi komið fram með „hittara“ í ár.

Jóhanna Guðrún sögð geit

Harpa Þorsteinsdóttir knattspyrnukona vill helst senda Jóhönnu Guðrúnu út á hverju ári, en hún steig á svið áðan og söng eins og engill. Það verður bara að segjast.

Jón Kári Eldon kallar Jóhönnu Guðrún „geitina“. Með þeim orðum er hann ekki að lýsa henni sem húsdýri, heldur vísar hann til ensku skammstöfunarinnar G.O.A.T. sem stendur fyrir „greatest of all time“ eða „sú allra besta í sögunni“

Kostnaður við kosninguna

Börnin eru að kjósa mikið á þessum bæ! Það getur verið dýrt.


Guðmundur Snorri hefur áhyggjur af símreikningum íslenska atvinnurekenda. Er kannski eitthvað til í þessu?

 Grínistanum Þorsteini Guðmundssyni finnst þetta eitthvað verið farið að dragast á langinn.mbl.is