„Við erum ekki krakkar lengur“

Stranger things 3 kemur á Netflix 4. júlí.
Stranger things 3 kemur á Netflix 4. júlí. Ljósmynd/Netflix

Aðdáendur Stranger Things geta andað örlítið léttar en Netflix birti í dag fyrstu stikluna úr þriðju þáttaröðinni og ljóst er að von er á stórkostlegri skemmtun 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þegar þáttaröðin verður aðgengileg á Netflix. 

„Eitt sumar getur breytt öllu,“ segir í stiklunni þar sem sjá má allar aðalpersónur þáttanna, í örlítið breyttri mynd þó þar sem unglingsárin hafa tekið yfir. „Við erum ekki krakkar lengur!“ heyrist Mike meðal annars segja í stiklunni. Það verður því fróðlegt að fylgjast með uppátækjum Eleven (Millie Bobby Brown), Mike (Finn Wolfhard), Dustin (Gaten Matarazzo), Lucas (Caleb McLaughlin), Will (Noah Schnapp) og Sadie Sink (Max).

Dustin, sem er eflaust í uppáhaldi hjá mörgum, snýr aftur …
Dustin, sem er eflaust í uppáhaldi hjá mörgum, snýr aftur í Stranger Things 3 í sumar. Ljósmynd/Netflix

Síðasta þáttaröð gerðist í kringum hrekkjavökuna 1984 en í þeirri nýjustu er hoppað fram í sumarið 1985. 

Búast má við að líkt og í fyrri þáttaröðunum muni yfirnáttúruleg öfl, dúndrandi „eighties“-smellir, skrautlegar hárteygjur og skírskotanir í Stephen King, Steven Spielberg og The Goonies einkenna þáttaröðina. 

Sjón er sögu ríkari og hér má sjá stikluna í heild sinni: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren