Skaut sig óvart til bana

Justin Carter var við tökur á nýju myndbandi þegar hann …
Justin Carter var við tökur á nýju myndbandi þegar hann lést. skjáskot/Youtube

Bandaríski kántrísöngvarinn Justin Carter skaut sig óvart til bana við tökur á tónlistarmyndbandi í Texas. Samkvæmt ABC-fréttastofunni var verið að nota skotvopnið sem Carter skaut sig með sem leikmun í myndbandinu. 

Móðir Carter, Cindy McClellen, sagði við Fox News að sonur hennar hefði verið við tökur á tónlistarmyndbandi á laugardaginn þegar hann skaut sig óvart með byssunni sem var í vasa hans. Fór kúlan að hennar sögn í höfuðið á honum. 

Carter var nýbúinn að skrifa undir samning við stóra umboðsskrifstofu og var að fara í tónleikaferðalag. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.