Chad Michael Murray snýr aftur í unglingadramað

Chad Michael Murray þekkir unglingadramað vel.
Chad Michael Murray þekkir unglingadramað vel. Af Wikipedia

Bandaríski leikarinn Chad Michael Murray sneri aftur í unglingadramað í vikunni þegar hann birtist í nýju hlutverki í þáttunum Riverdale. Riverdale eru unglingaþættir byggðir á teiknimyndasögunum um Archie. 

Murray er ekki óvanur unglingadramanu en hann var aðalstjarna í þáttunum vinsælu One Tree Hill á árunum 2003-2009. 

Í Riverdale er hinn 37 ára gamli Murray í hlutverki leiðtoga sértrúarsafnaðar, Edgar Evernever. Hann segir í viðtali við Cosmopolitan að hann hafi fylgst með þáttunum í nokkurn tíma og þegar honum var boðið hlutverkið hafi hann ekki verið lengi að segja já. 

„Eiginkonan mín er mikill aðdáandi. Hún hám-horfði á fyrstu seríuna á innan við viku, og þegar kom á daginn var ég einnig hrifinn af þáttunum. Þetta var tækifæri til að leika og vinna með góðu fólki,“ sagði Murray.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson