Duran Duran til Íslands

Duran Duran.
Duran Duran. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Duran Duran mun halda tónleika í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Miðasala hefst kl. 10 að morgni 24. apríl á síðunni Tix.is. 

Forsala hefst fyrir félaga aðdáendaklúbbs hljómsveitarinnar kl. 9 þann 23. apríl og klukkutíma síðar fyrir netklúbbsfélaga Tix og Mono.

Duran Duran spilaði síðast á Íslandi fyrir fjórtán árum við góðar undirtektir. Hljómsveitin er staðráðin í því að halda aðra eftirminnilega tónleika fyrir aðdáendur sína og mun spila brot af því besta frá sínum einstaklega farsæla ferli, að því er segir í tilkynningu.

„Ef tónleikarnir sem við héldum á Íslandi árið 2005 gefa einhverja hugmynd um tónleikana 25. júní í Laugardalshöll, þá stefna þeir í að verða stórkostleg skemmtun og frábær upplifun. Ég hlakka til að vaka alla nóttina eins og ég gerði síðast,“ segir Simon Le Bon, söngvari Duran Duran, um tónleikana í sumar í tilkynningunni.

Duran Duran er ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hún selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tvennra Grammy-verðlauna, tvennra Brit-verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement-verðlaunin, auk fjölmargra annarra viðurkenninga.

Tvö verðsvæði eru í boði:

Svæði A, verð kr. 18.900

Svæði B, verð kr. 14.900

Hægt er að kaupa allt að 10 miða í einu. Einungis miðar frá Tix.is eru gildir. Höllin opnar kl. 18 og Duran Duran stígur á svið kl. 20:15.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes