Loksins aftur einhleyp

Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2014 þegar allt lék ...
Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2014 þegar allt lék í lyndi. mbl.is/AFP

Allt virðist vera mjakast í rétta átt í skilnaðardeilu Angelinu Jolie og Brad Pitt sem hefur tekið yfir tvö og hálft ár. Nú er Jolie búin að láta breyta nafni sínu og þau loks einhleyp á pappírum þrátt fyrir að enn sé ekki búið að ganga frá skilnaðinum að fullu. 

Í huga margra eru Jolie og Pitt búin að vera einhleyp síðan haustið 2016 en lögin sögðu til um annað. Á föstudaginn úrskurðaði dómari að þau gætu orðið einhleyp lagalega að því er kemur fram á vef People. Þau eiga þó enn eftir að ganga frá skilnaðinum og finna endanlega lausn fyrir börn þeirra sex. Þetta þýðir þó að þau þurfa til dæmis ekki að skila inn skattaskýrslum sem hjón. 

Ekki nóg með það að vera skráð einhleyp þá er leikkonan líka búin að losa sig við eftirnafnið Pitt sem hún tók upp þegar hjónin giftu sig árið 2014. ET greinir frá því að þetta komi fram í dómsskjölum. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem leikkonan losar sig við eftirnafn en leikkonan sem hét Angelina Jolie Voight fór fram á það árið 2002 að nafnið Voight yrði fjarlægt. 

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. mbl.is/AFP
mbl.is