Ekkert breyst í yfir 20 ár

Sofia Vergara birti þessa gömlu mynd af sér á Instgram.
Sofia Vergara birti þessa gömlu mynd af sér á Instgram. skjáskot/Instagram

Modern Family-stjarnan Sofia Vergara er 46 ára en virðist einna helst hafa fundið æskubruninn enda hefur hún lítið breyst síðustu 20 árin. Þó Vergara hafi fyrst heillað heimsbyggðina fyrir tíu árum í Modern Family hefur hún verið lengi í bransanum sem bæði leikkona og fyrirsæta. Hún er dugleg að deila skemmtilegum myndum á Instgram frá því í byrjun ferilsins. 

Sofia Vergara í febrúar ásamt eiginmanni sínum Joe Manganiello. Hefur …
Sofia Vergara í febrúar ásamt eiginmanni sínum Joe Manganiello. Hefur hún eitthvað breyst? mbl.is/AFP

Vergara lítur vel út í dag en á mynd sem var tekin af henni í febrúar með eiginmanni sínum Joe Manganiello kemur bersýnilega í ljós að hún hefur lítið breyst. 

View this post on Instagram

#tbt #miami🌞🌞🌞🌞🌞 #the 90’s

A post shared by Sofia Vergara (@sofiavergara) on Apr 11, 2019 at 10:52pm PDT

Á annarri mynd frá því á tíunda áratugnum á Miami sem Vergara birti á Instagram í mars má sjá ansi kunnuglegt glott. Er hún enn líkari útlit sínu í dag á myndinni sem hún deildi í mars en á baðfatamyndinni sem hún deildi fyrir nokkrum dögum. Á svarthvítu myndinni er það eflaust hárgreiðslunni, varalitnum og tönnunum að þakka að andlit hennar virðist ekkert hafa elst. 

View this post on Instagram

#tbt #FueradeSerie The 90’s 😂😂😂😂 #miami🌴

A post shared by Sofia Vergara (@sofiavergara) on Mar 14, 2019 at 1:15pm PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.