Þótti of gömul og of feit

Jameela Jamil.
Jameela Jamil. mbl.is/AFP

The Good Place-stjarnan Jameela Jamil er dugleg að gagnrýna óraunhæfar útlitskröfur. Hún hélt áfram að breiða út boðskapinn í ræðu á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu. „Mér var sagt að ég væri of gömul, of feit og með of framandi útlit fyrir Hollywood,“ sagði leikkonan sem er ekki nema 33 ára í ræðu sinni að því er kemur fram á vef Harper's Bazaar. 

Jamil hefur verið dugleg að gagnrýna ímynd kvenna og ekki óhrædd við gagnrýna stórar stjörnur á borð við Kardashian-systurnar þegar þær auglýsa þyngdarlosunarvörur. 

„Það er litið á það sem bónus ef maður er aðlaðandi. Fyrir okkur er það grunnatriði hvers virði við erum. Við þurfum að vera Victoria's Secret-fyrirsæta en þeir þurfa að njóta nógu mikillar velgengni til þess að sofa hjá Victoria's Secret-fyrirsætu.“

Mælir hún svo með því að konur læri að elska sjálfar sig. Fari í ráðgjöf. Vill hún að konur eyði frekar peningunum sínum í að bjarga sjálfum sér en eitthvert andlitskrem. 

View this post on Instagram

Even the bits you were told were “wrong.” They aren’t wrong, they’re fucking normal. They’re human. Thank your body today. It’s your friend. Whether or not fashion and film told you it is... 💁🏽‍♀️ These are my babe-bumps. #babebumps #bodyacceptance

A post shared by Jameela Jamil (@jameelajamilofficial) on Apr 14, 2019 at 9:45am PDT

Jameela Jamil.
Jameela Jamil. mbl.is/AFP
mbl.is