Hakkaði Kardashian í spað

Jameela Jamil.
Jameela Jamil. mbl.is/AFP

The Good Place-leikkonan Jameela Jamil var allt annað en ánægð þegar raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Khloé Kardashian birti mynd af rennisléttum maga sínum og auglýsti í leiðinni þeytinga frá fyrirtækinu Flat Tummy Co. Kardashian hélt því fram að hún sæi mikinn mun á sér eftir að hafa drukkið þeytinga frá fyrirtækinu í staðinn fyrir að borða máltíðir í tvær vikur. 

Jamil skrifaði athugasemd við mynd Kardashian og hellti sér yfir hana. Sagðist Jamil neyðast til þess að segja fólki sannleikann ef Kardashian væri ekki nógu ábyrgðarfull til þess. Taldi hún því næst upp að Kardashian væri með einkaþjálfara, næringarfræðing, líklega kokk og skurðlækni sem gæti hjálpað henni að fullkomna útlit sitt, en ekki hægðalyf.

Hún taldi svo upp aukaverkanir af vörunum sem Kardashian er að auglýsa sem hún segir flesta lækna ekki mæla með enda segir hún þeim fylgja magaverki og niðurgang. 

Hér má sjá myndina sem Kardashian birti og athugasemdina sem Jamil skrifaði undir myndina. 

View this post on Instagram

Tea, for lack of a better word. #CommentsByCelebs

A post shared by Comments By Celebs (@commentsbycelebs) on Mar 21, 2019 at 4:28am PDT

View this post on Instagram

#ad Loving how my tummy looks right now you guys! I brought @flattummyco’s meal replacement shakes into my routine about 2 weeks ago, and the progress is undeniable✨P.S the shakes are 20% off today and you can get Flat Tummy Tea at a really good deal too. Go check it out!

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Mar 20, 2019 at 4:00pm PDT

mbl.is