Fjölskyldumynd úr íslenskri túristabúð

Emilia Clarke birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni.
Emilia Clarke birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni. skjáskot/Instagram

Game of Thrones-stjarnan Emilia Clarke birti mynd á Instagram í dag þar sem hún bregður á leik með Kit Harington í glugga í íslenskri ferðamannabúð í miðbæ Reykjavíkur. Game of Thrones-stjörnurnar hafa eytt miklum tíma við tökur á Íslandi en nú er áttunda og síðasta þáttaröðin hafin. 

„Fjölskyldumyndin“ skrifar leikkonan við myndina við mikla ánægju Game of Thrones-aðdáanda. Vilja sumir fá að vita hvað gerist í næsta þætti en aðrir sjá eftir því að hafa ekki stillt sér upp í glugganum með víkingunum þegar þeir sáu búðina á ferð sinni um Ísland.  

View this post on Instagram

The family portrait 🥳 #kitharrington #jeneregretterien #okmaybehereiseetheresemblance #😳 #😂 #season8gameofthrones @gameofthrones @hbo

A post shared by @ emilia_clarke on Apr 23, 2019 at 4:54am PDT

mbl.is