Springsteen gefur út plötu í júní

Bruce Springsteen á tónleikum í París árið 2016. Hann gefur …
Bruce Springsteen á tónleikum í París árið 2016. Hann gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár í sumar. AFP

Stjórinn sjálfur, Bruce Springsteen, tilkynnti í dag að hann myndi senda frá sér nýja plötu 14. júní, þá fyrstu í fimm ár. Platan mun bera heitið Western Stars og verður sú nítjánda sem Springsteen gefur út.

Fyrsta smáskífa plötunnar, Hello Sunshine, kemur út í Bandaríkjunum eftir miðnætti í kvöld að austurstrandartíma. Að sögn Springsteen ætlar hann að leita yrkisefna í amerísku þjóðarsálina og er platan innblásin af poppklassíkerum sjöunda og áttunda áratugarins frá Suður-Kaliforníu.

Þrettán lög verða á plötunni, sem kemur sem áður segir út 14. júní.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt ekki vera steypt/ur í sama mót og aðrir og ferð þínar eigin leiðir í skoðunum og lífinu sjálfu. Einhver biður þig um hjálp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt ekki vera steypt/ur í sama mót og aðrir og ferð þínar eigin leiðir í skoðunum og lífinu sjálfu. Einhver biður þig um hjálp.