Boðskapurinn ekki bundinn við Ísrael

Rán Tryggvadóttir og Nikulás Hannigan eru mætt til Tel Aviv …
Rán Tryggvadóttir og Nikulás Hannigan eru mætt til Tel Aviv til að styðja son sinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Áhuginn á Hatara er mikill,“ segir Nikulás Hannigan, faðir Klemens Hannigan annars söngvara Hatara, við mbl.is. Nikulás og Rán Tryggvadóttir, móðir Klemens, eru mætt til Tel Aviv til að styðja strákinn sinn í Eurovision.

Þau segjast auðvitað taka eftir því að hljómsveitin vekji mikla athygli en þau voru í salnum í Expo-höllinni í gær þegar Hatari tryggði sér sæti í úrslitum Eurovision.

Flestir hrifnir en þó ekki allir

„Þar var ungur ísraelskur maður sem var mikill aðdáandi Hatara og myndaði sig með okkur í bak og fyrir þegar hann komst að því hver við erum,“ segir Rán. „Hann talaði um hvað við værum hugrökk að koma með þetta atriði. Í framhaldi af því kom löng röð af öðru fólki.

Rán segist líka hafa orðið vitni að samræðum fólks sem ekki er jafn hrifið af hljómsveitinni. „Það var einn í strætó á leiðinni til baka sem skildi ekkert í atriðinu og fannst það mjög ósmekklegt.“

Nikulás segir að honum þyki þetta svipað og þegar lagið „Hatrið mun sigra“ kom í spilun á Íslandi en þar hafi ekki allir skilið skilaboð lagsins strax. „Stundum þarf að útskýra skilaboðin og Hatari gerir það oft,“ segir Nikulás og bætir við að allt sé viðkvæmt hér í Ísrael og heimamenn séu skiljanlega viðkvæmir fyrir því í hvaða ljósi heimurinn sér þá.

Standa með sér og sínum málstað

Rán segist vona að það sé gott fyrir krakkana í hljómsveitinni að fá foreldra og maka til að styðja við bakið á sér. Hins vegar sjái þau ekki mikið af krökkunum, enda hafi þau nóg að gera.

„Við viljum vona það en við sjáum ekkert mikið af þeim enda hafa þeir nóg að gera. Mitt fyrsta viðbragð þegar þeir unnu keppnina heima var að ég vildi vera hérna, ekki síst út af pólitísku ástandi. Ég sem móðir hugsa um öryggi þeirra og því virðist borgið,“ segir Rán.

„Ég dáist líka að því hvað þeir eru góðir að fara þessa línu; standa með sér og sínum málstað án þess þó að gefa færi á því að hægt sé að setja þá í einhvern einn dálk,“ bætir Rán við.

Ástralski keppandinn, Kate Miller-Heidke, og Klemens á blaðamannafundi eftir undanriðilinn …
Ástralski keppandinn, Kate Miller-Heidke, og Klemens á blaðamannafundi eftir undanriðilinn í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spurð hvaða tilfinningu þau hafi fyrir úrslitunum á laugardagskvöldið segist Nikulás ekki vera neinn sérfræðingur en telji að niðurstaðan geti verið tilviljanakennd.

„Þurfum að vakna“

Hatari er með mjög óvenjulegt atriði og margir sem fylgjast ekki alltaf með og greiða atkvæði gera það núna. Ég á ættingja og vini í Bretlandi. Margir þeirra fylgjast grannt með en hafa ekki gert það áður. Maður vonar bara það besta,“ segir Nikulás.

Rán segir að það hafi verið afar gott að komast áfram til að Hatari geti haldið umræðunni áfram. „Þeirra boðskapur er ekki bundinn við Ísrael og Palestínu. Ég held að þetta sé þessi nýja bylgja af ungu fólki sem segir að við þurfum að vakna, hvernig viljum við að þessi heimur sé?

Einar og Klemens yndislegir trúbadorar

Strákarnir þrír í hljómsveitinni, Matthías, Klemens og Einar trommari, hafa þekkst lengi en Matthías og Klemens eru frændur. Einar tók á móti Klemens þegar fjölskyldan flutti út til Brussel þegar Klemens var 14 ára.

„Einar og foreldrar hans bjuggu þá þar,“ segir Nikulás en bæði hann og Stefán Haukur Jóhannesson, faðir Einars, hafa starfað í utanríkisþjónustunni. Nikulás segir að það sé alltaf erfitt að byrja í nýjum skóla, hvað þá í öðru landi.

„Einar tók svo rosalega vel á móti Klemens. Þeir urðu nánir vinir strax og var það ekki síst út af tónlistinni. Þeir voru fljótlega farnir að spila saman uppi á háalofti hjá okkur í Brussel þar sem hljómsveit myndaðist,“ segir Nikulás.

„Hljómsveitin hét Far From Sea vegna þess að þeir eru aldir upp á Íslandi þar sem nálægðin er við sjóinn, eða þannig skildi ég þetta. Þeir voru alveg yndislegir svona trúbadorar með gítar sem fóru síðan út í rokk,“ segir Rán.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren