Skoðaði Kórinn og Egilshöll

Jon Ola Sand, í miðjunni, á blaðamannafundi í Ísrael fyrr …
Jon Ola Sand, í miðjunni, á blaðamannafundi í Ísrael fyrr í vikunni. Mynd/Skjáskot

Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, skoðaði Kórinn og Egilshöll sem mögulegt húsnæði fyrir lokakeppnina er hann heimsótti Ísland í vor.

Hann var ánægður með staðina, að því er Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, greindi frá í Reykjavík síðdegis.

„Við buðum honum til að vera með okkur þegar við héldum Söngvakeppnina. Við buðum honum að vera hjá okkur á úrslitunum og hann þáði það boð og að sjálfsögðu notuðum við tækifærið og könnuðum aðstæður. Hann skoðaði þessar aðstæður, Kórinn og Egilshöll og fleiri staði, og það var ekki að sjá annað af hans viðbrögðum en að hann mæti það sem svo að við gætum hæglega haldið þessa keppni miðað við það sem við höfum upp á að bjóða,“ sagði Skarphéðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson