Stærstu fjölmiðlar heims eltast við Hatara

Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson snæða ágætishótelpítsu.
Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson snæða ágætishótelpítsu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Klukkan 15:00 að staðartíma hér í Tel Aviv (kl. 12 að íslenskum tíma) hófst fjögurra tíma viðtalahrina hjá Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvurum Hatara. BBC, CNN, HBO, Aftonbladet og sænska ríkissjónvarpið óskuðu eftir viðtali við strákana í dag.

Hljómsveitin sleppti því að æfa í dag til að söngvararnir gætu slakað á áður en viðtölin hófust. 

Á morgun verður stíf keyrsla hjá hljómsveitinni. Lögin sem komast í úrslitin æfa á morgun og hefst sú æfing klukkan 16:00 að staðartíma.

Klukkan 22:00 annað kvöld hefst dómararennsli úrslitanna. Þar dæma dómarar frá þjóðunum 26 sem keppa til úrslita og gilda atkvæða þeirra 50% á móti símakosningu almennings. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson