Óljóst hvaða áhrif Game of Thrones mun hafa á íslenska náttúru

Skógarfossi bregður fyrir í nýjustu þáttaröð Game of Thrones.
Skógarfossi bregður fyrir í nýjustu þáttaröð Game of Thrones. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í nýjustu seríu af þáttunum Game of Thrones má sjá íslenskri náttúru bregða fyrir í bakgrunni þar á meðal Skógarfossi og Svínafellsjökli. 

Inga Pálsdóttir forstöðumaður Íslandsstofu segir í viðtali við AP-fréttastofuna að ein sena eða ein ljósmynd geti oft sett áður óþekkta staði á kortið.

Tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber hefur haft mikil áhrif á Fjaðrárgljúfur og ferðamannastaði þar í kring. Fjaðrárgljúfri var lokað í febrúar síðastliðnum í öryggisskyni og til að verjast ágangi ferðamanna. Áformað er að opna það aftur fyrir ferðamenn 1. júní næstkomandi. 

Lokunin hefur haft tilætluð áhrif og hefur umferð um svæðið minnkað. Það er hins vegar óvitað hvaða áhrif nýjasta serían af Game of Thrones muni hafa á önnur svæði. 

Svæðið við Fjaðrárgljúfur á Síðu hefur látið á sjá vegna …
Svæðið við Fjaðrárgljúfur á Síðu hefur látið á sjá vegna ágangs ferðafólks síðustu ár. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði í viðtali við AP-fréttastofuna að það væri einföldun á málinu að kenna Justin Bieber einum um áhrifin á Fjaðrárgljúfur. Hann hvetur þó fræga einstaklinga og áhrifavalda til að hugsa um afleiðingar gjörða sinna. „Hvatvís hegðun einnar frægrar manneskju getur haft mikil áhrif á eitt svæði ef fjöldinn fylgir henni,“ sagði Guðmundur Ingi í viðtalinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson