Lýtaaðgerð setur strik í reikninginn

Cardi B hefur ekki hvílt sig nóg eftir allar lýtaaðgerðirnar, …
Cardi B hefur ekki hvílt sig nóg eftir allar lýtaaðgerðirnar, en þarf núna að fresta tónleikum af læknisráði. AFP

Tónlistarkonan Cardi B hefur frestað nokkrum tónleikum vegna þess að hún er enn að jafna sig eftir lýtaaðgerð sem hún fór í nú fyrir skömmu. 

Í tilkynningu frá talsmanni hennar segir að hún hafi ætlað sér of mikið svo stuttu eftir aðgerð og hafi fengið fyrirmæli frá lækni um að taka því rólega. 

Tónlistarkonan kom fram á tónlistarhátíð þann 5. maí síðastliðinn og viðurkenndi á sviði að hún hefði átt að fresta tónleikunum vegna þess að hún var í fitusogi. Cardi B mætti einnig á Met Gala þann 6. maí. 

Hún hefur látið lagfæra eitt og annað í gegnum tíðina með aðstoð lækna og talaði nýverið um brjósta lagfæringu sem hún fór í eftir barnsburð. 

Cardi B mætti á Billboard-tónlistarverðlaunin, Met Gala og í opnunarpartý …
Cardi B mætti á Billboard-tónlistarverðlaunin, Met Gala og í opnunarpartý fyrir fata línu á þremur dögum í byrjun maí. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.