Ungur maður í Bandaríkjunum, Shane Morris, deildi sögu af því hvernig hann smyglaði óvart kassa af heróíni frá Los Angeles til Seattle í Bandaríkjunum á gömlum Ford. Hann náði síðar að plata heróínsala og liðsmann MS-13-gengisins í Bandaríkjunum.
Morris deildi sögunni á Twitter og hefur þráðurinn farið sem eldur um sinu á netinu. Sagan þykir nokkuð skemmtileg og efni í góða bíómynd eða þætti. Þrátt fyrir að vera löng er hún lestursins virði, smellið á tístið hér fyrir neðan til að lesa hana alla.