Bandaríska fyrirsætan í raun íslensk

Tyrnesku aðdáendurnar töldu stúlkuna á myndinni til vinstri vera Michelu …
Tyrnesku aðdáendurnar töldu stúlkuna á myndinni til vinstri vera Michelu Okland. Þetta er hins vegar Guðlaug Elísa, kærasta Alberts Guðmundssonar. Samsett mynd

Bandaríska fyrirsætan sem tyrkneskir fótboltaáhugamenn herjuðu á á samfélagsmiðlum er ekki stúlkan á myndinni. Stúlkan á myndinni sem gengið hefur á milli fótboltaaðdáendanna er í raun Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir. Bandaríska fyrirsætan, Michela Okland, hefur fengið fjölda athugasemda og skilaboð frá tyrkneskum aðdáendum. 

Eins og fram hefur komið í fréttum í dag og í gær var tyrkneska landsliðið síður en svo ánægt með móttökurnar sem þeir fengu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það sem vakti reiði aðdáenda liðsins var ferðamaður sem beitti uppþvottabursta sem míkrófón við komu liðsins til landsins. 

Tyrknesku aðdáendurnir hafa herjað á fjöldann allan af íslendingum á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í dag. Okland varð fyrir barðinu á þeim, og virðist botna lítið í því. Hún tjáði sig um málið á Twitter í dag. 

Skjáskot/Instagram

Guðlaug Elísa virðist sjá skoplegu hliðina á málinu, en því betur hefur hún ekki enn verið dregin inn í þessa milliríkjadeilu sem virðist ríkja. Guðbjörg Elísa er kærasta Albert Guðmundssonar landsliðsmann og var umrædd mynd tekin á HM í Rússlandi síðasta sumar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.